40. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. febrúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Fundargerðir 37., 38. og 39. fundar samþykktar.

Bergþór Ólason gerði eftirfarandi athugasemd við bókun Hönnu Katrínar Friðriksson um formannsefni í fundargerð 39. fundar:

Á fundi nefndarinnar 7. febrúar sl. gerðu tveir atkvæðisbærir þingmenn minni hlutans í nefndinni tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson tæki við formennsku í nefndinni og tveir atkvæðisbærir þingmenn minni hlutans gerðu tillögu um að Jón Gunnarsson tæki við formennsku í nefndinni. Það er því ónákvæmt að halda því fram að Hanna Katrín hafi verið studd af stjórnarandstöðunni til formennsku í nefndinni.

2) Starfið framundan Kl. 09:48
Nefndin ræddi starfið framundan og þörf á aukafundum.

Samþykkt var sú breyting á starfsáætlun nefndarinnar að fundað verði á þriðjudögum kl. 9-12.
Þá var samþykkt að funda föstudaginn 1. mars kl. 08:30-10.

Nefndin heimilaði Birni Leví Gunnarssyni, áheyrnarfulltrúa, að leggja fram eftirfarandi bókun:
Lenging fundatíma og fjölgun funda hefur gríðarlega mismikil áhrif á nefndarmenn og önnur þingstörf þeirra. Þörfin fyrir lengingu nefndarfunda og fjölgun funda fellur að mínu mati algerlega á skipulagsleysi nefndarstarfa af hálfu fyrri stjórnar nefndarinnar og skipulagsleysi þess hvernig stjórnarmeirihlutinn afgreiddi samgönguáætlun.

3) 231. mál - skógar og skógrækt Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar mættu Jón Gunnar Ottósson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Birkir Snær Fannarsson frá Landgræðslunni. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Pétur Halldórsson frá Landvernd. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 125. mál - efling björgunarskipaflota Landsbjargar Kl. 10:52
Á fund nefndarinnar mættu Ásgrímur L. Ásgrímsson frá Landhelgisgæslu Íslands og Jón Svanberg Hjartarson frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 512. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 11:21
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 4. mars.

6) Önnur mál Kl. 11:22
Bergþór Ólason óskaði eftir að nefndin fengi kynningu á skýrslu og tillögum starfshóps um heildstæða stefnu í almenningssamgöngum.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók undir þá beiðni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:26